Mótorhjóla & snjósleðaíþróttasamband Íslands
Staðfest úrslit til Íslandsmeistara í spyrnugreinum

Staðfest úrslit til Íslandsmeistara í spyrnugreinum

Formleg úrslit og stig til Íslandsmeistara í spyrnugreinum hafa verið birt undir Úrslit og staða. Mikil gróska hefur verið í spyrnugreinum og aukning á þátttöku hjólamanna í þessum greinum. Tilkoma hringaksturbrautar hjá Kvartmíluklúbbnum hefur verið góð innspýting í sportið og vakið áhuga margra á að nýta sér aðstöðuna og taka þátt í æfingum og keppni í spyrnugreinum. Einnig er ánægjulegt að sjá 15-17 ára taka þátt og keppa í spyrnugreinum í sandi, götu og kvartmílu. Í Götuspyrnu var mikill slagur í G+ flokki á milli Inga Björns Sigurðssonar og Ragnars Á. Einarssonar. Ragnar enduð þó sumarið sem Íslandsmeistari en Ingi tók annað sætið. Í Kvartmílu snerist þetta við og þar er Ingi Björn Íslandsmeistari heftir harða baráttu við Ragnar. Í B flokki var Birgir Kristinsson Íslandsmeistari í bæði Götuspyrnu og Kvartmílu og hafa verið stöðugar bætingar hjá honum. Í G- flokki varð Adam Örn Þorvaldsson Íslandsmeistari í Götuspyrnu en Hilmar Þórðarson tók titilinn í Kvartmílu. Í Sandspyrnu varð Ásmundur Stefánsson Íslandsmeistari á 1 cyl hjólum, Magnús Ásmundsson sigraði 2 cyl flokkinn. Á fjórhjólum varð Halldór Hauksson Íslandsmeistari og Stefán Þengilsson sigraði í Vélsleðaflokki. Eftir sumarið er gaman að sjá að keppendur hafa sýnt stöðuga bætingu hjá flestum keppendum og þáttökufjöldi hefur farið hækkandi og við búumst við að það haldi áfram. Góður andi hefur einkennt hjólamenn í spyrnugreinum og hjálpsemi í pittinum á milli mótherja er einstök.  Segja má að hjólamenn myndi eina sterka heild sem keppendur þar sem allir eru tilbúnir að aðstoða hvern annan við að finna út úr vandamálum og gera allt sem hægt er til að leysa þau. MSÍ sendir öllum Íslandsmeisturum sumarsins hamingjuóskir og þakkar þeim og öðrum keppendum og keppnishöldurum fyrir skemmtilegt keppnissumar.

Lesa

Fleiri fréttir

Fleiri fréttir