Mótorhjóla & snjósleðaíþróttasamband Íslands
Reglur fyrir Tímaat og Kappakstur birtar

Reglur fyrir Tímaat og Kappakstur birtar

Fyrstu reglur fyrir kappakstur götuhjóla á lokuðum brautum hafa verið birtar á vef MSÍ. Með þessu er brotið blað í sögu mótorhjólaíþrótta á Íslandi en aldrei áður hefur verið hægt að keppa með löglegum hætti á fullgildri keppnisbraut fyrir götuhjól. Þessi fyrsta útgáfa keppnisreglna tekur mið af reglum FIM um kappakstur götuhjóla en tekur tillit til íslenskra aðstæðna, aldurs og fjölbreytileika hjólaflotans og þess að sportið er á byrjunarreit. Það er von allra sem að málinu hafa komið að reglurnar verði góður grunnur að þessari nýju keppnisgrein og að sem flestir eigi eftir að spreyta sig í henni á komandi árum. Til hamingju öll. Reglur fyrir tímaat og kappakstur er að finna undir Reglur 

Lesa

Fleiri fréttir

Fleiri fréttir