Mótorhjóla & snjósleðaíþróttasamband Íslands
Keppnisdagatalið 2017 komið út

Keppnisdagatalið 2017 komið út

Góðan dag gott fólk, eftirfarandi er keppnisdagatal MSÍ fyrir árið 2017. Keppnisdagskráin hefst 29. apríl á sandspyrnukeppni hjá Kvartmíluklúbbnum á nýrri braut í Kapelluhrauni. Fyrsta endurokeppnin verður haldin á Hellu 6. maí viku fyrr en áður þannig að menn ættu að vera klárir í Klausturskeppnina sem fer fram 27. maí að þessu sinni. Á Akureyri verður að vanda mikil hátíð á Bíladögum í kringum 17. júní þar sem ma. verður keppt í sand, drullu- og götuspyrnu ofl. Í ár verður aftur haldin ofurhelgi á Akureyri þar sem keyrðar verða motocrosskeppni á laugardeginum 8. júlí og endurokeppni á sunnudeginum 9. júlí þar sem búast má við mikilli stemningu og fjölda þátttakenda. Þá má ennfremur nefna að nú birtist í fyrsta sinn á dagatali MSÍ hringakstur götuhjóla en þann 20. ágúst verður haldið bikarmót á braut Kvartmíluklúbbsins. Ef vel tekst til verða hringaksturskeppnir að föstum lið í Íslandsmótahaldi MSÍ. Á sameiginlegum fundum MSÍ og formanna þeirra klúbba sem standa að motocross- og endurokeppnum var ákveðið að breyta fyrirkomulagi á einni keppni í motocrossi og einni keppni í enduro og halda veglegar bikarkeppnir með breyttu sniði, keyra færri og einfaldari flokka, styttri og jafnvel fleiri motoum, gera nýliðum sérstaklega hátt undir höfði og gera skemmtilega umgjörð og gefa veglega vinninga með tilstuðlan styrktaraðila keppninnar. Samningaviðræður við styrktaraðila eru hafnar og verða niðurstaða vonandi kynnt fljótlega.  Það er von okkar að þessar breytingar bæti keppnishaldið og skili fjölgun inn í sportið í heild. Það er gaman að sjá hversu mikil gróska er í spyrnugreinunum en fjöldi viðburða á dagatalinu hefur aldrei áður verið jafn mikill né fjölbreyttur. Gleðilegt hjólasumar   Stjórn MSÍ   Keppnidagatal 2017 er að finna undir linknum Reglur

Lesa

Fleiri fréttir

Fleiri fréttir