Mótorhjóla & snjósleðaíþróttasamband Íslands

Fréttir

Staðfest úrslit keppninnar á Hellu

09.05.2017 18:18 Staðfest úrslit keppninnar á Hellu

Reykjavík 9. maí 2017
Skýrsla keppnisstjórnar v/ 1. og 2. Umferðar Íslandsmótins í Enduro sem fram fór á Hellu laugardaginn 6. Maí.
Í seinni umferð dagsins hjá Meistaraflokki kom upp eftirfarandi atvik á fyrsta hring, keppandi númer 11, Eyþór Reynisson, kom fyrstur að tímatökuhliði. Uþb. 20 metrum fyrir framan endamarkið hafði starfsmanni keppninnar láðst að fjarlægja borða sem lokaði brautinni. Við þetta atvik kom hik á Eyþór sem reyndi að benda starfsmanni á borðann sem var svo fjarlægður. Í hita leiksins gleymdi Eyþór að „stimpla“ sig inn í tímatöku þegar hann ók í gegnum ráshliðið. Næsti keppandi á eftir lenti í svipuðu atviki en borðinn var þá enn fyrir en hann stimplaði sig inn.


Á keppnisstað ákvað keppnisstjórn að setja inn hringinn á keppanda númer 11 þar sem hann hafði orðið fyrir ákveðinni truflun við aksturinn. Eftir verðlaunafhendingu voru úrslitin kærð og tók keppnisstjórn málið til meðferðar í samráði við formann MSÍ. Í reglunum er allveg skýrt að keppandi ber einn ábyrgð á því að „stimpla“ sig inn í tímatöku og ber einn ábyrgð á tímatökubólu. Þessu hefur verið fylgt mjög vel eftir í öllum keppnum MSÍ, hvort heldur sem er þegar tímatökubólur eða AMB sendar eru notaðir.


Eftir að hafa skoðað málið nánar og í samráði við keppanda númer 11 Eyþór Reynisson hefur hringurinn verið tekinn af honum og þeirra reglu framfylgt að keppandi ber alfarið ábyrgð á að stimpla sig inn samkvæmt framangreindu.
Úrslit eru því birt eftirfarandi með leiðréttingu og hlutaðeigandi eru beðnir afsökunar á þessari uppákomu.

Virðingarfyllst.
Keppnisstjórn Hellu 2017

Staðfest úrslit keppninnar má sjá undir Úrslit og staða - Enduro

Til baka