Mótorhjóla & snjósleðaíþróttasamband Íslands

Fréttir

Breyting á dagatali og staðsetningu fyrstu mx keppni sumarsins

05.06.2017 11:20

Breyting hefur verið gerð á dagatali MSÍ. Keppni sem vera átti á Selfossi 10. júní verður færð í Mosfellsbæinn þar sem brautin er enn á floti eftir rigningar undanfarna daga og þrátt fyrir hetjulega baráttu Selfossmanna telja þeir ólíklegt að brautin verði nothæf um næstu helgi.

Þá hefur VÍK óskað eftir að svissa dagsetningum á enduro og mx keppnum sem fara fram í ágúst í Bolaöldu. Mx keppnin sem fara átti fram 12. ágúst fer því fram 26. ágúst og endurokeppnin sem átti að halda þann dag verður keyrð 12. ágúst í staðinn. 

Að síðustu þá mun verður ekki keppni í Íslandsmótinu í sandspyrnu á Akureyri 14. júní hjá Bílaklúbbi Akureyrar. Ástæðan er sú að þarna er um virkan dag að ræða sem stjórn telur ekki ásættanlegt til að tryggja jafnan aðgang allra keppenda alls staðar að á landinu.

Kv. stjórn MSÍ

Til baka