Mótorhjóla & snjósleðaíþróttasamband Íslands

Fréttir

Breyting: Aðalþing MSÍ verður haldið 25. nóvember nk.

18.10.2017 17:58 Breyting: Aðalþing MSÍ verður haldið 25. nóvember nk.

Breytt frétt: Vegna aðstæðna verður Aðalþing MSÍ haldið laugardaginn 25. nóvember nk. (en ekki 18. nóvember eins og áður hafði verið kynnt) í húsnæði Íþróttasambands Íslands í Laugardal. Þingið hefst kl. 13.30 en samdægurs á milli 10.30 og 12.30 verður formannafundur aðildarfélaga MSÍ haldinn á sama stað.

Mótorhjóla- og snjósleðaíþróttaþing fer með æðsta vald í málefnum sambandsins og er haldið annað hvert ár í nóvember. Þingið sitja fulltrúar frá þeim íþróttabandalögum og héraðssamböndum sem mynda sambandið.

Fulltrúafjöldi hvers aðila fer eftir tölu virkra mótorhjóla- og
snjósleðaíþróttaiðkenda, þannig að fyrir allt að 25 iðkendur koma 2 fulltrúar og síðan 1 fyrir hverja 25 eða brot úr 25, allt að 100 iðkendum og þá 1 fulltrúi fyrir hverja 50 iðkendur þar fram yfir.

Málefni sem sambandsaðilar óska að tekin verði fyrir á þinginu skulu berast stjórn MSÍ á netfangið msi@msisport.is minnst 3 vikum fyrir þing.

Fh. stjórnar MSÍ

Hrafnkell Sigtryggsson formaður MSÍ

Til baka