Mótorhjóla & snjósleðaíþróttasamband Íslands

Fréttir

Lokahóf MSÍ er á laugardaginn 4. nóvember nk.

30.10.2017 15:18 Lokahóf MSÍ er á laugardaginn 4. nóvember nk.

Það styttist í lokahófið og í endann á miðasölunni, en henni líkur á fimmtudag. Hófið verður haldið í Arnarfelli, Hestheimum 14-16, 210 Garðabæ. Boðið verður upp á glæsilegt steikarhlaðborð, skemmtileg myndbönd, grín og glens og dansleik eftir mat að ógleymdri verðlaunaafhendingunni. Miðasala fer fram á www.msisport.is í Nítró og einnig er hægt að panta miða símleiðis hjá Magga og greiða með kreditkorti eða innleggi. Borðapantanir eru í höndum Bjarkar á bjorkerlings@live.com
Hlökkum til þess að sjá ykkur á laugardaginn!

Til baka