Mótorhjóla & snjósleðaíþróttasamband Íslands

Fréttir

Nýr formaður og stjórn kjörin á þingi MSÍ

27.11.2017 13:21 Nýr formaður og stjórn kjörin á þingi MSÍ

Þann 25. nóvember fór fram þing Mótorhjóla- og snjósleðaíþróttasambands Íslands. Nýr formaður og stjórn var kjörin við þetta tækifæri. Jón H. Eyþórsson, Kvartmíluklúbbi, tekur við formennsku sambandsins en auk hans sitja í stjórn þeir Aron Ómarsson sem kemur nýr inn í stjórn, Grimur Helguson, Sigurjón Snær Jónsson og Jón Bjarni Jónsson. Varamenn eru þau Bjarki Sigurðsson, Hrefna Björnsdóttir og Karl Gunnlaugsson.

Þingfulltrúar samþykktu ennfremur að gera Karl Gunnlaugsson að heiðursformanni MSÍ en hann hefur setið í stjórn MSÍ frá stofnun sambandsins 2006 og hefur unnið mikið og óeigingjarnt starf fyrir sambandið. Við óskum Karli til hamingju með nafnbótina og þökkum um leið Hrafnkeli Sigtryggssyni fráfarandi formanni, Guðbjarti Stefánssyni og Baldvini Þór Gunnarssyni fyrir þeirra störf fyrir MSÍ.

Til baka