Hérna eru læti!

Nýliðar

UM BÖRN Á MÓTORHJÓLUM 

Margir klúbbar eru með barna og nýliðastarf á sínum snærum. Ein besta leiðin til að komast inn í sportið er að hefja þjálfun hjá einhverjum af félögum MSÍ. 

Vík, motomos, umfs og Vír hafa verið með flest námskeið á suðvesturhorninu. 

KKA á Akureyri, ASK á Höfn og start á Egilsstöðum. 

 

 

UM ENDURO 

Enduro er sport þar sem að hjólin eru í flestum tilfellum götuskráð, með ljósum og tryggð. Munurinn á enduro og motocrosshjóli er að endurhjól eru mildari vél, víðari gírkassa, mýkri fjöðrun og stærri bensíntank. Margir gera þau mistök að kaupa sér Motocrosshjól og ætla að nota það sem endurohjól. 

Á íslandi er keppt í enduro og er fyrikomulagið þannig að keyrt er í ca 10km langan hring í 90 mínútur. 

Sá sem fer flesta hringi á styðsta tímanum vinnur, þetta fyrikomulag hefur verið 

Kallað Enduro fyrir alla og er hugsað til að nýliðar geti komist hringinn áfallalaust. 

Einnig er keppt í Hardenduro sem er þar sem eru oft erfiðar hindranir þar sem reynir mikið á mann og hjól. Margir stunda enduro í styttri eða lengri ferðir og er þar oft góður félagsskapur, góð líkamleg hreyfing og útivera sem menn eru að sækjast í. 

 

UM MOTOCROSS  

Motocross er spennandi og skemmtileg íþrótt þar sem adrenalínið flæðir. Hjólin er oftast kölluð krosshjól og er létt með lítinn bensíntank og ekki lögleg til aksturs nema á viðurkenndum svæðum. Motocross er talið vera annað erfiðasta sport í heimi og reynir það mikið á úthald og styrkleika ökumannsins. Motocross er sport bæði fyrir börn og fullorðna og er því frábært fjölskyldusport. Keppnir eru haldnar þar sem börn niður 10 ára aldur geta keppt. 

 

UM SNOCROSS 

Snocross er kappakstur á snjósleðum í lokaðri braut ekkert ósvipað Motocross. Snjótroðari býr til hring sem samanstendur af allskonar stökkpöllum og beygjum. Brautir eru aldrei eins ár frá ári og breytast hratt yfir daginn sem gerir sportið spennandi. Keppt er í öllum mögulegum flokkum allt frá byrjenda og unglingaflokki uppí flokk þeirra bestu á landinu. Reynt er að halda 5 keppnir yfir vetrartímann en keppnistímabilið er frá byrjun febrúar fram í miðjan apríl.   

 

 

UM GÖTUHJÓL Kappakstur eða Spyrnu 

Keppt og æft er í tvemur greinum á götuhjólum innan msí það er Hringakstur og Spyrna.  

Hringakstur og æfingar í hringaksrtir hægt að stunda á svæði Kvartmíluklúbbsins í Hafnarfirði. Brautin er 2,4km hringur með 12 beygjum og hún var opnuð 2017. Aðstaðan er bylting á Ísland, loks hægt að stunda brautarakstur á lokuðu svæði þar sem “þú” einn ræður hraðanum. Yfir sumartíman frá ca aprí og út september eru æfingar alla þriðjudaga og stundum oftar.  

Á sama stað er Keppt og æft í Spyrnu sem er bein braut annað hvort 1/8 míla eða kvartmíla        

 

Síðasta uppfærsla: 9. apríl 2024 kl: 00:28