Hérna eru læti!

Um MSÍ

Mótorhjóla- og snjósleðaíþróttasamband Íslands, skammstafað MSÍ er æðsti aðili um öll mál mótorhjóla- og snjósleðaíþrótta innan vébanda Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands (ÍSÍ). Mótorhjóla- og snjósleðaíþróttasamband Íslands er aðili að Alþjóða vélhjólaíþróttasambandinu – FIM.

Mótorhjóla- og snjósleðaíþróttasamband Íslands er samband héraðssambanda og íþróttabandalaga. Öll héraðssambönd og íþróttabandalög ÍSÍ, sem hafa innan sinna vébanda félög er iðka, æfa og keppa í mótorhjóla- og snjósleðaíþróttum geta orðið aðilar að Mótorhjóla- og snjósleðaíþróttasambandi Íslands.

Hlutverk Mótorhjóla- og snjósleðaíþróttasamband Íslands er í meginatriðum eftirfarandi:

a) Að vinna að stofnun nýrra sérráða og efla á annan hátt mótorhjóla- og snjósleðaíþróttir í landinu.

b) Að setja nauðsynlegar reglur, löggilda dómara, ráðstafa landsmótum og staðfesta met.

c) Að vera fulltrúi mótorhjóla- og snjósleðaíþróttanna gagnvart útlöndum og sjá um að reglur varðandi íþróttina séu í samræmi við alþjóðareglur.

d) Að standa vörð um stöðu mótorhjóla- og vélsleðaíþróttina sem almenningsíþrótt og efla umhverfisvitund iðkenda.

 

Kennitala: 500100-3540

Bankareikningur: 525-26-401270

 

Logo MSÍ (200px):

logo-msi-200

Logo MSÍ (1000px):

logo-msi-1000

Logo MSÍ (svg – vektoraform):

logo-msi-200

Síðasta uppfærsla: 22. mars 2024 kl: 12:38