Hérna eru læti!

Nefndir

Tilgangur nefnda:

Nefndir sér um reglur fyrir viðkomandi keppnisgrein á vegum MSÍ og uppfærslur á þeim ár hvert ef þörf er á. Nefndin er stuðningaðili mótshaldara hverju sinni þ.e.a.s. ef mótshaldari þarf á faglegri ráðgjöf varðandi túlkun reglna eða til að framfylgja þeim ef um vafaatriði er að ræða fyrir mótshald.

Nefndir bera einnig ábyrgð á utanumhaldi á úrslitum úr greinum sínum og undirbúa verðlaunafhendingu á Íslandsmeisturum ár hvert ásamt því að vinna tillögur til stjórnar varðandi val á Íþróttamanni ársins og öðrum tilnefningum sem hefð er fyrir.

Motocrossnefnd;

Pétur Smárason formaður MSÍ
Aron Ómarsson   VÍR
Björk Erlingsdóttir   MOS
Jónatan Þór Halldórsson   VÍK
Daði Þór Halldórsson   VÍK

 

Enduronefnd:

Einar Sverrir Sigurðsson formaður VÍK
Pétur Smárason   MSÍ
Guðmundur Gústafsson   UMFS
Jónatan Þór Halldórsson   VÍK
Daði Þór Halldórsson   VÍK

 

Hringakstursnefnd:

Sveinn Logi Guðmannsson   KK
Ármann Guðmundsson   KK
Karl Gunnlaugsson   MSÍ

 

Spyrnunefnd:

Jón Eyþórsson formaður MSÍ
Ólafur Ragnar Ólafsson   KK
Davíð Þór Einarsson   KK

 

Snocrossnefnd:

Bjarki Sigurðsson formaður KKA
Baldvin Þór Gunnarsson    
Marinó þór Jónasson    
Rúnar Ingi Pétursson    
Axel Þórhallsson    
Ívar Már Halldórsson    

 

Umhverfisnefnd:

Tilgangur nefndar:

Nefndin sér um útbreiðslu stefnu MSÍ í umhverfismálum, slóðamálum og eflingu mótorhjólaiðkunnar sem almenningíþrótt. Að aka enduró í ferðalögum á slóðum er almennings íþrótt sem að margir kunna ekki skilgreiningu á og þarfnast virkilega hugarfarsbreytingar hjá stórum hópi fólks í þjóðfélaginu.

 

Fræðslunefnd:

Tilgangur nefndar:

Að sjá um útbreiðslu á tilgangi MSÍ og fylgjast með framþróun í sportinu og koma því á framfæri þegar t.d FIM sendir frá sér fræðsluefni eða stefnumörkun til framtíðar. t.d varðandi Hávaðamengun, umhverfismengun og fl. Nefndin sér um að skipuleggja fræðslufundi og námskeið á vegum MSÍ.

 

Umferðarnefnd:

Tilgangur nefndar:

Nefndin sér um samskipti við umferðastofu og lögvaldið til að tryggja öruggan akstur vélhjóla í umferðinni og beina öllum kappakstri af götum landsins inn á þar til gerð keppnissvæði. Markmið nefndar á að vera að koma inn í hönnunarferli vega að öryggi vélhjólamannsins sé gætt strax við hönnun vegakerfa.

 

Fjölmiðlanefnd :

Tilgangur nefndar:

Nefndin sér um samskipti við fjölmiðla vegna umfjöllunar um íþróttaviðburði á vegum MSÍ og sér um að koma úrslitum allra Íslandsmóta til fjölmiðla samkvæmt samkomulagi við þá.

Nefndin þarf að halda fund með íþróttafréttamönnum og koma á samkomulagi um verklag svo sem tilkynningar um viðburð (fyrirvari), hvenær þarf efni að berast fyrir birtingu, hvað getum við birt mikið efni. Samkomulag um greinar um sportið, samkomulag ef mögulegt er að koma sjónvarpsefni með úrslitum að í fréttatímum og svo framvegis.

Stjórn MSÍ fer að öðru leyti sem málsvari fyrir MSÍ.

 

Dóm og aganefnd:

Jóhannes Már Sigurðarson
Birgir Birgisson
Arinbjörn Rögnvaldsson

 

Skoðunarmenn reikninga:

Halldóra Ósk Ólafsdóttir og Ingimundur Helgason

Síðasta uppfærsla: 5. apríl 2024 kl: 11:02