
Snocross mótið á Dalvík hefur verið slegið af.
Það eru búnir að vera neyðarfundir síðustu daga. Slegið úr og næstum í. Við metum það svo eftir yfirferð um Dalvík um helgina og í gær að við eigum kannski 200 bíla af snjó og þeim fer ört fækkandi. Við teljum okkur þurfa minnst 300 bíla. Mikil bráðnun um helgina, í gær, í dag og næstu daga er að gera þetta ilmögulegt. Kappsmál okkar var að halda mótið en skynsemi og raunsæi kemur með þá niðurstöðu að mótið verði slegið af á Dalvík. Grátlegt en því miður skynsöm ákvörðun.
Við biðjumst velvirðingar á stöðunni sem upp er komin en það er erfitt að eiga við júlí veðrið sem geysar um Ísland þessa dagana. Snocross keppnisstjórn mun taka ákvörðun varðandi næstu skref föstudaginn 21. mars um hvernig Íslandsmeistarmótinu verður fram haldið.
https://www.facebook.com/groups/304587671361726
18.03 2025 12:56 | Ragnheiður Brynjólfsdóttir