Veturinn, eins og allir vita, ætlar að vera lengi að koma sér af stað og þurfum við þess vegna að fresta fyrstu umferð í Íslandsmótinu sem átti að fara fram á Dalvík þann 31. janúar.
Reynt verður eftir fremsta megni að halda þessa umferð seinna í vetur og líklegt er að það verði með svipuðu fyrirkomulagi og árið 2025 þar sem einhver keppni verður gerð tvöföld, keppt bæði föstudag og laugardag. Það verður auglýst vel þegar og ef að því verður.
Upp, upp og áfram!
Sjáumst hress á Eyjafjarðarsvæðinu 14. febrúar !
20.01 2026 15:25












