Hérna eru læti!

ENDURO FYRIR ALLA 2024 - GOPRO ÞORLÁKSHÖFN

ENDURO FYRIR ALLA 2024 - GOPRO ÞORLÁKSHÖFN

Vegna stolts og kröfu um fagmennsku gekk það ekki upp að sleppa GOPRO videoi fyrir laugardaginn er ástæðan sem er opinber en brautin er bara svo GEÐVEIK að við gátum ekki staðið á okkur!

Það er búið að leggja yfir 300 vinnustundir bæði fótgangandi og á vinnuvélum í að græja brautina fyrir okkur og það má fullyrða að aldrei hefur verið græjuð eins flott endurobraut í Þorlákshöfn! Hún er F***ING STURLUÐ. Ef að þú ert eitthvað óviss þá mátt þú horfa á videoið til að verða fullviss um að þarna verða sandaðstæður sem að hvergi finnast undir venjulegum skilyrðum!

Ein klöpp, slétt braut og hellingur af beygjum!

Settu á þig hjálminn, gleraugun, klæddu þig í hanskana og horfðu á!

https://youtu.be/by8YmBELblk

24.05 2024 00:00 | Daníel Freyr Árnason*

Skoðaðu úrslit og myndir frá keppninni hér