Formanna- og nefndarfundur MSÍ var haldinn 22. nóvember í húsakynnum ÍSÍ. Mættir voru fulltrúar stjórnar, nefnda og aðildarfélaga MSÍ.
Á fundinum var farið yfir alla keppnisgreinar, afreksmál og rædd drög að keppnisdagatali og mögulegar breytingar á keppnisfyrirkomulagi.
Þátttakendur fjölluðu einnig um lframtíðarsýn MSÍ, þar á meðal hvernig megi styrkja mótshaldið, fjölga þátttakendum og auka sýnileika sportsins.
Fundinum lauk í góðri samstöðu og með skýrari mynd af verkefnum næsta árs.
25.11 2025 14:31 | MSÍ











