Hérna eru læti!

Hardenduro keppnin Víkingar Bolaöldu - 23-24.ágúst í Bolaöldum

Hardenduro keppnin Víkingar Bolaöldu -  23-24.ágúst í Bolaöldum

Hardenduro keppnin Víkingar Bolaöldu fer fram í sjötta skiptið næstu helgi, 23-24.ágúst uppí Bolaöldum sem er á móti litlu kaffistofunni.

Ef þú hefur áhuga á mótorhjólum, tækni og buguðu fólki í erfiðum aðstæðum ættir þú að koma og horfa eða jafnvel taka þátt.

Heimsklassa ökumenn frá öllum heimshornum taka þátt og brautin hefur verið gerð extra erfið fyrir PRO flokk sem verður keyrður í fyrsta sinn.

Kynntu þér málið betur inn á Facebook eða Instagram síðu keppninnar

Skráning hér: https://msisport.is/keppni/128

 

18.08 2025 00:00 | .