Sameiginlegt hóf ÍSÍ og Samtaka íþróttafréttamanna fór fram í Silfurbergi í Hörpu, laugardaginn 4. janúar 2025. Þar voru veittar viðurkenningar til íþróttafólks sérsambanda ÍSÍ og kjör SÍ á Íþróttamanni ársins, Liði ársins og Þjálfara ársins fóru fram.
Glódís Perla Viggósdóttir fótboltakona var valinn íþróttamaður ársins 2024.
Karlalið Vals í handbolta var valið lið ársins 2024.
Þórir Hergeirsson, þjálfari kvennalandsliðs Noregs í handbolta, er þjálfari ársins 2024.
Björg Elín Guðmundsdóttir var í kvöld útnefnd Íþróttaeldhugi ársins 2024.
Þau Aníta Hauksdóttir og Eiður Orri Pálmarsson tóku við viðurkenningum sem akstursíþróttamenn MSÍ.
MSÍ óskar öllum til hamingju með frábæran árangur.
5.01 2025 14:58 | *