Hérna eru læti!

Landslið Íslands í motocross 2025 valin– Undirbúningur hafinn

Landslið Íslands í motocross 2025 valin– Undirbúningur hafinn

Valið á landsliði Íslands í motocross fyrir árið 2025 hefur nú verið staðfest. Þrír öflugir ökumenn munu mynda liðið sem keppir fyrir Íslands hönd á MXoN 2025 í Ameríku.

Íslenska landsliðið í motocross 2025 skipa:

  • MX1: Ingvar Sverrir Einarsson
  • MX2: Eric Máni Guðmundsson
  • MX Open: Eiður Orri Pálmarsson (fyrirliði)

Eiður Orri Pálmarsson Íslandsmeistari 2024, mun leiða liðið sem fyrirliði. Eiður er reynslumikill og metnaðarfullur ökumaður sem mun gegna lykilhlutverki í að styðja við liðsfélaga sína, bæði innan og utan brautar.

Ingvar Sverrir Einarsson og Eric Máni Guðmundsson hafa sýnt miklar framfarir undanfarið ár og eru staðráðnir í að byggja ofan á þann árangur. Ingvar hefur ákveðið að flytja til Spánar næsta vetur til að æfa og keppa á sterkari vettvangi yfir veturinn. Eric hefur tekið stöðugum framförum í sínum akstri, sýnt mikla einbeitingu og metnað til að sækja fram á næsta stigi íþróttarinnar.

Þetta lið endurspeglar bæði styrk og framtíð motocross á Íslandi. Þeir eru öflugir fulltrúar íþróttarinnar og góðar fyrirmyndir fyrir aðra ökumenn með sínum drifkrafti, samstöðu og jákvæðu viðhorfi.

Liðsstjóri á MXoN er Gunnlaugur Karlsson.

 

U21 landsliðið keppir í fjórða sinn í röð á Coupe de l’Avenir

MSÍ hefur valið þá keppendur sem munu keppa fyrir Íslands hönd á Coupe de l’Avenir 2025. 

Þetta er fjórða árið í röð sem Ísland tekur þátt í keppninni, sem er ein helsta alþjóðlega ungmenna Motocross keppni í Evrópu, ætluð efnilegum ökumönnum undir 21 árs aldri.

Verkefnið hefur verið í örum vexti síðan MSÍ hóf þátttöku árið 2022, og hefur gefið íslenskum ökumönnum dýrmæta reynslu í alþjóðlegu samhengi. Keppnin fer fram í Belgíu síðar á árinu og býður upp á öfluga samkeppni við sterkustu landslið Evrópu í þessum aldursflokki.

Skipan liðsins 2025 eftir flokkum:

65cc flokkur:

  • Máni Mjölnir Guðbjartsson
  • Viktor Ares Eiríksson
  • Magnús Tumi Hilmarsson

85cc flokkur:

  • Aron Dagur Júlíusson
  • Olivier Cegielko
  • Arnór Elí Vignisson

125cc flokkur:

  • Andri Berg Jóhannsson

MX2 flokkur:

  •  Alexander Adam Kuc

MX1 flokkur:

  • Máni Freyr Pétursson

Liðsstjóri á Coupe de l’Avenir er Guðbjartur Ægir Àgústsson.

MSÍ óskar öllum keppendum góðs gengis og hvetur íslenska motocross aðdáendur til að fylgjast með framgöngu liðsins á keppninni.

4.07 2025 09:49 | .