Hérna eru læti!

Landsliðsverkefni MSÍ 2024

Landsliðsverkefni MSÍ 2024

Undirbúningur fyrir landsliðsverkefni 2024 er farin af stað af fullum krafti en MSÍ stefnir á að senda lið til þátttöku á bæði Coupe de l'Avenir í Belgíu og Motocross of Nations sem haldið er í Matterley Basin í Bretlandi í ár.

Gunnlaugur Karlsson liðstjóri MXON og Guðbjartur Ægir Ágústsson Liðstjóri Coupe de l'Avenir hafa birt lista yfir þá sem eiga möguleika á að komast í landslið íslands miðað við stöðuna í dag en listinn verður uppfærður eftir hverja keppni í Íslandsmótinu. Landslið Íslands verður svo tilkynnt þann 11.Ágúst.

Við hvetjum alla til að kynna sér verkefnin og óskum jafnframt eftir styrktaraðilum fyrir landsliðsverkefnin í ár. Áhugasamir eru beðnir að hafa samband við Gunnlaug Karlsson, gk@ktm.is.

Opinn fundur verður haldinn 24.Júní í KTM umboðinu fyrir þá sem stefna á þessi verkefni og aðstandendur þeirra. Allir áhugasamir velkomnir. Listann og nánari upplýsingar um verkefnin má sjá í viðhengi.

ÁFRAM ÍSLAND

17.06 2024 10:41 | Ragnheiður Brynjólfsdóttir*