Lokaumferð Íslandsmóts í götukappakstri fór fram á kappakstursbraut Kvartmíluklúbbsins í Hafnarfirði laugardaginn 10 ágúst. Mikil keppni var á milli ökumanna en úrslit urðu þau að Stefán Orlandi varð í 1 sæti, Árni Þór Jónsson í 2 sæti og Jóhann Leví Jóhannsson í 3 sæti. Úrslit Íslandsmóts í götukappakstri 2024 urðu þau að núverandi íslandsmeistari Stefán Orlandi varð í 1 sæti með 140 stig, Jóhann Levi í 2 sæti með 114 stig og Árni Þór í 3 sæti með 100 stig.
10.08 2024 00:00 | Sveinn Logi Gudmannsson