Hérna eru læti!

Önnur umferð til Íslandsmeistara í motocross

Önnur umferð til Íslandsmeistara í motocross

Önnur umferð til Íslandsmeistara í motocross fór fram laugardaginn 29. júní á vegum Vélíþróttaklúbbsins á Akranesi (VIFA). Keppnin fór fram á Akranesi í brakandi blíðu Rúmlega 75 keppendur voru skráðir til keppni.

Sigurvegari í flokknum MX1 var Eiður Orri Pálmarsson, hann sigraði öll moti dagsins og er því með fullt hús stiga eftir fyrstu tvær umferðir Íslandsmótsins. Máni Freyr Pétursson varð í öðru sæti og Alexander Adam Kuc varð í því þriðja. Það var svo Eric Máni Guðmundsson sem sigraði í flokknum MX2.

Í kvennaflokk var það Aníta Hauksdóttir sem sigraði örugglega, Eva Karen Jóhannsdóttir varð í öðru sæti og Ásta Petra Hannesdóttir í því þriðja.

Mikil barátta var í unglingaflokknum, í125cc flokki hafði Kári Siguringason sigur og Akureyringurinn Alex þór Einarsson landaði sigrði í unglingaflokki MX2 eftir harða baráttu við Sigurð Bjarnason. Skemmtilegt að segja frá því að verðlaunapallur í unglingaflokk (fjórgengis) var fullskipaður Akureyringum eftir daginn.

Í 85 flokk flokk var það Arnór Elí Vignisson sem sigraði,  Ísmael Ísak Michealsson varð í öðru sæti og Halldór Sverrisson Einarsson í því þriðja.

Í 65 flokk var það Aron Dagur Júlíusson sem sigraði nokkuð örugglega, Oliver Cegielko var í öðru sæti og Máni Mjölnir Guðbjartsson í því þriðja.

Hægt er að skoða úrslit og tíma í öllum flokkum og öllum moto-um inná Speedhive

Þriðja umferð Íslandsmótsins fer fram á Akureyri laugardaginn 20.júlí næstkomandi.

9.07 2024 00:00 | *