Hérna eru læti!

Skráning hafin í fyrstu keppni sumarsins

Skráning hafin í fyrstu keppni sumarsins

OPIÐ ER FYRIR SKRÁNINGU Í FYRSTU KEPPNI SUMARSINS!
***** https://msisport.is/keppni/76 *****

Nú er kominn tími til að vakna úr djúpum dvala vetrarins og taka aðeins á því!
Það er ekki til betri leið til að vakna úr hýðinu en að taka þátt í ENDUROSUMRINU 2024 með okkur hér í Enduro Fyrir ALLA!
Hér efst á síðunni sést dagatalið fyrir Enduro Árið en lokakeppnin verður tilkynnt síðar.

Þá taka glöggir lesendur eftir því að linkurinn á skráninguna er breyttur en það er vegna þess að MSÍ er búið að setja út nýja heimasíðu sem að verður vonandi bækistöð upplýsinga og skemmtiefnis fyrir okkur mótorhjólamenn og konur.

Þá er keppnisdagatal og dagskrá undir þessum link:
https://msisport.is/upplysingar/reglur

Fyrsta keppnin í ár verður haldin rétt fyrir utan Vík, á sama stað og síðast og er dagsetningin beintengd við sumarhátíð sem verður haldin þar á sama tíma. VOR Í VÍK -Edit- Ballið er á föstudeginum fyrir keppni!

Meiri upplýsingar um brautina koma á næstu dögum en hún er með mjög svipuðu sniði og síðastliðin ár.

Minnum á að taka góða skapið með og hafa hjólin í lagi!

17.04 2024 19:37 | Ragnheiður Brynjólfsdóttir*

Skoðaðu úrslit og myndir frá keppninni hér