1.apríl 1984 voru Bifhjólasamtök Lýðveldisins, Sniglar, formlega stofnuð
22 einstaklingar komu að stofnun samtakana, en í dag erum þau um 2700 og er það er vel.
Frá því að vera klúbbur fólks sem ruddu brautina í ýmsum málum yfir í að vera hagsmunasamtök fyrir bifhjólafólk, má segja að samtökin hafi vaxið og þroskast samkvæmt tíðaranda hverju sinni.
Sniglar hafa verið ötulir að vinna fyrir bifhjólafólk og eru m.a. í samstarfi við FEMA sem eru hagsmunasamtök bifhjólafólks í Evrópu, Samgöngustofu og Vegagerðina svo eitthvað sé nefnt, ásamt því að vekja athygli fólks á umferð bifhjóla, og hefur slagorðið "Líttu tvisvar" sett svip á baráttu Snigla við sýnileika í umferðinni
Í tilefni afmælisins var slegið í veglega mótorhjólasýningu í sal Bílabúðar Benna að Krókhálsi 9.
Sniglar munu halda áfram að halda upp á fertugsafmælið næstu mánuði
Til hamingju með daginn Sniglar!
1.04 2024 00:00 | Einar Sverrir Sigurðarson*