Hérna eru læti!

Tilkynning frá Hard Enduro nefnd VÍK

Tilkynning frá Hard Enduro nefnd VÍK

Kæru meðhjólarar, Við sem elskum að erfiða á mótorhjóli á þartilgerðum slóðum ætlum að taka okkur saman til að efla og stækka sportið. Markmið nefndarinnar er að halda Íslandsmót 2025. Keppninar verða með ýmsu móti en ávallt með áherslu á brekkur, hindranir og önnur almenn leiðindi ???? Við erum uppfullir af hugmyndum og með mikinn metnað í að stækka Hard enduro sportið á Íslandi.

En til að byrja með ætlum við að halda nokkrar skemmti-keppnir / Bikarmót í ár til að safna pening og þróa keppnis viðmótið.

Við vonum innilega að þið takið vel í þetta hjá okkur, mætið og hafið gaman.

Skemmtikeppna dagatalið verður eftirfarandi:

• 4-5. Maí keppni í Sólbrekku.

• 5. Júní EnduroCross VÍK.

• 7. Ágúst Jósepsdals hringurinn.

• 17. Ágúst Víkingar Bolaöldu. -STAÐFEST dagsetning!

11.04 2024 10:34 | *