Hérna eru læti!

Landslið fyrir Coupe de l´Avenir 2024

Landslið fyrir Coupe de l´Avenir 2024

Landslið fyrir Coupe de l'Avenir 2024

 Guðbjartur Ægir Ágústsson hefur valið landslið Íslands fyrir Coupe de l'Avenir.  Keppnin er haldin árlega í Belgíu fyrir ökumenn undir 21 árs, 15 þjóðir taka þátt árlega og má hver þjóð senda 3 lið skipuð 3 ökumönnum til keppni. Ísland sendir í fyrsta skipti þrjú fullskipuð lið til keppni.

Í OPEN flokki eru það Máni Freyr Pétursson sem keppir í MX OPEN , Eric Máni Guðmundsson keppir í MX 2 og Kári Siguringason í MX 125cc. COUPE 85 Lið Íslands skipa þeir Ísmael Ísak Michaelsson, Arnór Elí Vignisson og Benedikt Oddson. Síðast en ekki síst er það svo COUPE 65 Lið Íslands en Ísland er að senda í fyrsta skipti lið til keppni í þessum flokki. Liðið skipa þeir Aron Dagur Júlíusson, Máni Mjölnir Guðbjartsson og Viktor Ares Eiríksson.  Framtíðin í íslensku motocrossi er sannarlega björt og verður gaman að fylgjast með ökumönnunum okkar keppa á meðal þeirra bestu.

Keppnin fer fram  28-29 september í Belgíu.  Allar upplýsingar um keppnina í ár má nálgast hér.

Til að hægt sé að taka þátt í verkefnum sem þessum og koma vel undirbúin til leiks er þörf á góðum bakhjörlum að halda. Við erum að leitast eftir styrktaraðilum til að styrkja motocross liðsmenn íslands því svona verkefni eru kostnaðarsöm fyrir íþróttafólkið okkar. Markmiðin eru stór og með góðum bakhjörlum verður undirbúningur betri og árangur  hámarkaður. Vertu með og styrktu landsliðið til árangurs. 

Áfram Ísland 

 

15.08 2024 00:00 | Landslið