Hérna eru læti!

Vertu með og styrktu landsliðið til árangurs

Vertu með og styrktu landsliðið til árangurs

Íslenska landsliðið í motocrossi heldur út til Belgíu og Bretlands í september og október. Unglingalandslið íslands keppir á Coupe de L´Avenir í Belgíu í lok september, þar keppa 3 lið skipuð 3 liðsmönnum í sterkri keppni undir 21 árs ökumanna. A landslið íslands keppir svo í Bretlandi á MXoN í byrjun október. MXoN er stærsti viðburður í motocross í heiminum en þar sendir hver þjóð lið skipað sínum 3 bestu ökumönnum.

Til að hægt sé að taka þátt í verkefnum sem þessum og koma vel undirbúin til leiks er þörf á góðum bakhjörlum að halda. Við erum að leitast eftir styrktaraðilum til að styrkja motocross liðsmenn íslands því svona verkefni eru kostnaðarsöm fyrirt íþróttafólkið okkar. Markmiðin eru stór og með góðum bakhjörlum verður undirbúningur betri og árangur  hámarkaður.   

Vertu með og styrktu landsliðið til árangurs


Styrktar og fjáröflunarreikningur landsliðsins: Rn. 0515-26-012283 Kt. 500100-3540

Logo sendist á msi@msisport.is

Áfram Ísland 

 

 

 

10.08 2024 00:00 | Landslið