Hérna eru læti!

Netkosning fyrir aksturíþróttafólk ársins 2025

Netkosning fyrir aksturíþróttafólk ársins 2025

Nú er hafin netkosning fyrir aksturíþróttafólk ársins 2025 þar sem almenningur getur kosið.

Til að kjósa þarf að skrá sig inná síðuna, aðeins hægt að kjósa einn karl og eina konu.

Netkosning þessi gildir 40% á móti vali stjórnar MSÍ. Netkosningu lýkur á 2.nóvember kl. 23.59.

Smelltu hér til að kjósa.

Akstursíþróttakarl ársins - tilnefningar

Adam Máni Valdimarssonv - AÍH
Snocross - Sýndi frábæran árangur í byrjendaflokk.

Alex Þór Einarsson - KKA
Motocross - Annar MX2.
Snocross - Fimmta sæti PRO,  stundaði sportið líka mikið í Ameríku.

Alexander Adam Kuc - UMFS
Motocross - Íslandsmeistari MX1 .
Landsliðsmaður Coupe de l'Avenir 2025 MX OPEN.

Ármann Örn Sigursteinsson - KKA
Sandspyrna - Íslandsmeistari vélsleðar.
Sandspyrna - Íslandsmeistari 1cyl hjól
Sandspyrna - Íslandsmeistari 2cyl hjól.
Enduro - Annar til Íslandsmeistara, fyrstur 30 til 39 ára.

Daníel Máni Ólafsson -KK
Spyrna
Íslandsmeistara í G- spyrnu í 1/4 og 1/8 flokki

Eiður Orri Pálmarsson - VÍK
Motocross - Vann tvær keppnir MX1, stundaði sportið líka mikið í Bretlandi.
Enduro - Tók þátt í einni keppni sem hann vann.
Motocross - Landsliðsmaður MXON 2025 OPEN

Eric Máni Guðmundsson - UMFS
Motocross - Íslandsmeistari MX2.
Enduro - Tíunda sæti ,annar í 14 til 19 ára.
Motocross - Landsliðsmaður MXON 2025 MX2

Ingvar Sverrir Einarsson - MotoMos
Íslandsmeistari Enduro, fyrstur 20 til 29 ára.
Motocross - Annað sæti MX1.
Landsliðsmaður MXON 2025 MX1.

Jóhann Leví Jóhannsson - KK
Kappakstur
Íslandsmeistari Superbike flokkur

Máni Freyr Pétursson - VÍK
Motocross - MX1 var annar eftir tvær keppnir þegar hann datt út um mitt sumar vegna meiðsla.
Enduro - Var fyrstur eftir tvær keppnir þegar hann datt út um mitt sumar vegna meiðsla.

Akstursíþróttakona ársins - tilnefningar

Aníta Hauksdóttir -VÍFA
Enduro - Íslandsmeistari kvenna

Bergrún Fönn Alexandersdóttir - AÍH
Snocross - Íslandsmeistari unglinga kvenna.

Björk Erlingsdóttir - MotoMos
Motocross - Þriðja sæti kvenna, fyrst kvenna 35+

Eva Karen Jóhansdóttir - VÍK
Motocross - Íslandsmeistari kvenna.

Guðbjörg Ósk Sveinsdótti - VÓ
Snocross - Íslandsmeistari kvenna.

Kristín Ágústa Axelsdóttir - Hreppakappar
Motocross - Annað sæti kvenna, aðeins 14 ára

Margrét Dana Þórsdóttir - KKA
Snocross - Annað sæti kvenna.


 

27.10 2025 20:24 | .