Hérna eru læti!

Landslið fyrir MXoN 2024

Landslið fyrir MXoN 2024

Landslið fyrir MXoN 2024

Gunnlaugur Karlsson hefur valið landslið Íslands fyrir MXoN en liðið skipa þeir Eiður Orri Pálmarsson sem mun keppa í MX2, Máni Freyr Pétursson keppir í MX1 og Alexander Adam Kuc í MX OPEN. Ungt og efnilegt lið sem þegar hefur safnað mikilli reynslu í bankann og verður gaman að fylgjast með þeim gera enn betur í ár.  

Keppnin í ár fer fram  4-6 október í MATTERLEY BASIN í Bretlandi og hvetjum við alla til að fylgja liðinu út og upplifa töfrana sem MXoN er. Allar upplýsingar um keppnina í ár má nálgast hér.

Til að hægt sé að taka þátt í verkefnum sem þessum og koma vel undirbúin til leiks er þörf á góðum bakhjörlum að halda. Við erum að leitast eftir styrktaraðilum til að styrkja motocross liðsmenn íslands því svona verkefni eru kostnaðarsöm fyrir íþróttafólkið okkar. Markmiðin eru stór og með góðum bakhjörlum verður undirbúningur betri og árangur  hámarkaður. Vertu með og styrktu landsliðið til árangurs. 

Áfram Ísland 

14.08 2024 00:00 | Landslið