Hérna eru læti!

Motocross námskeið MotoMos fer loksins að hefjast

Motocross námskeið MotoMos fer loksins að hefjast

Motocross námskeið MotoMos fer loksins að hefjast og eru skráningar opnar á námskeiðið núna. Námskeiðið verður undir leiðsögn Ólivers Bínu og Sverrirsonar og hefur það gengið gríðarlega vel á seinustu árum hjá nemendum sem hafa komið. Námskeiðið verður einungis haldið í MotoMos og er stefnan sett á að byrja fimmtudaginn 2.maí. Æfingar verða svo 2x í viku á þriðjudögum og fimmtudögum klukkan 17 eða 18 eftir samkomulagi með hópnum. Æfingarnar verða 15 í heildina og því verða að minnsta kosti 3 laugardagsæfingar þar sem stefnan er að námskeiðið klárast um miðjan júní.

Ólíver hefur stundað og keppt í Motocross til margra ára og hef meðal annars unnið 2 íslandsmeistaratitla í unglingaflokki (2014,2015).Hann er einnig með menntun í íþróttafræði úr Háskólanum í Rekjavík og er með margra ára reynslu af Motocross þjálfun ásamt þol- og styrktarþjálfun.

Um er að ræða tveggja klukkustunda æfingar þá daga sem námskeiðið fer fram og er námskeiðsgjald aðeins 40.000 kr. Innifalið í námskeiðsgjaldi er árskort í MotoMos. Námskeiðið er hugsað jafnt fyrir byrjendur og lengra komna en gert er ráð fyrir að að lágmarksstærð hjóla þátttakanda verði 85cc tvígengis.

Einnig verður hægt að fá  einkatíma hjá Óliver. Þeir sem óska eftir slíkum tímum geta haft samband beint á facebook eða í email : oliverorncfrvk@gmail.com.

7.04 2024 00:00 | Einar Sverrir Sigurðarson*

Skoðaðu úrslit og myndir frá keppninni hér