Hérna eru læti!

Enduro styrktarmót fyrir MXoN

Enduro styrktarmót fyrir MXoN

Styrktarkeppni fyrir landsliðið í Motocross

Við bjóðum alla motocross- og enduroáhugamenn velkomna á styrktarkeppni fyrir landsliðið í Motocross sem haldin verður í Bolöldu.

Í boði verður skemmtikeppni þar sem keppt verður í 2 manna enduro keppni.

Valið verður í lið og passað upp á að tveir mjög sterkir keppendur lendi ekki saman, þannig að úr verði jöfn og skemmtileg keppni fyrir alla.

Keppnin er haldin til styrktar strákunum í landsliðinu vegna keppnisferðar þeirra á MXoN í IronMan, USA – stærsta motocrossviðburði ársins þar sem bestu þjóðir heims berjast um titilinn.

Laugardagur- 6 September!

???? Dagskrá dagsins

• Mæting: kl. 10:00
• Keppendafundur / Lið kynnt: kl. 11:00
• Prufuhringur: kl. 12:00
• Keppni hefst: kl. 13:30
• Flaggað út: kl. 15:30
• Verðlaunaafhending: strax að keppni lokinni

???? Skráning fer fram á vef MSÍ: https://msisport.is/keppni/132

Komdu og vertu með – hvort sem þú ætlar að taka þátt eða hvetja okkar stráka á leið í eitt stærsta mót heim

5.09 2025 14:42 | .