
Keppnisgjald á hvern keppanda er 18.000.-.
Innifalið er ábyrgðatrygging en við mælum með að fólk slysatryggi sig. Til þess þarf að hafa samband við tryggingafélag viðkomandi.
Hjólið þarf ekki að vera skráð á númerum.
Skoðun hjóls og búnaðar: Við treystum því að keppendur mæti með hjól sín í standi, kúplings- og bremsuhandföng óbrotin, bremsuklossar í lagi, hjólalegur og aðrir slitfletir séu heilir. Annað veldur frávísun.
Afhending gagna: Keppnisnúmer og tímabólur verða afhent hjá KTM Ísland Gylfaflöt 16 miðvikudaginn 21. maí á milli kl. 14:00 og 17:00
ATH. Ökumenn utan af landi fá gögnin afhent á keppnisstað.
Flokkar eru eftirfarandi:
Tvímenningur
Járnkarl
Járnkerling
Þrímenningur
Undirflokkar tvímennings:
Kvennaflokkur
90+
Afkvæmaflokkur
Vintage
Leiðbeiningar fyrir skráningu:
1. Allir liðsmenn VERÐA að vera skráðir notendur í kerfi MSÍ (msisport.is).
2. Allir liðsmenn VERÐA að hafa valið sér aðildafélag.
3. Liðstjóri skráir og greiðir fyrir ALLT liðið.
MÆTING: Keppendur þurfa að vera mættir á keppnisstað milli klukkan 09:00 og 10:00.
RÖÐUN RÁSLÍNA: Keppnisbólurnar eru dregnar úr potti og aftasta talan ákvarðar ráslínu. Línurnar eru 10 talsins.
Dæmi: Dregin er bóla númer 365, keppandi raðar sér þar sem er laust á ráslínu númer 5.
KEPPNIN HEFST Á SLAGINU KL. 12:00.
Skráðu þig hér - Flúðir 5 tímar
Skoðaðu reglurnar - Flúðir 5 tímar
22.03 2025 11:52 | Ragnheiður Brynjólfsdóttir