Hérna eru læti!

Hefjumst handa!

Hefjumst handa!

Fyrsti fundur eftir leyfisveitingar Trans-Atlantic Offroad Challenge Flúðir 2025 var í dag og eins og sést á meðfylgjandi mynd voru málin ítarlega rædd. Mættir áttu auk þess að vera gegnsýrðir mótorhjólamenn það sameiginlegt að vilja stefna að því að helgin 23.-25. maí verði besta helgi ársins, fyrir alla torfærumótorhjólamenn, fjölskyldur og þá sem vilja bara koma og vera með.

Verkefnið er stórt og til þess að allt gangi upp þarf auðvitað mannskap sem er til í að leggja okkur lið og er hérmeð auglýst eftir áhugasömum sem vilja vinna í hressum og góðum félagsskap að því að gera þennan viðburð eins góðan og hægt er!

Endilega hafið samband við einhvern af eftirfarandi ef að þig langar að taka þátt í þessu (Veldu þann sem þér þykir bestur)

Gatli Jóhannsson
Einar Sverrir Sigurðarson
Guðbjartur Stefánsson
Guðmundur Gústafsson
Gunnlaugur Karlsson
Heimir Sigurðsson
Daníel Freyr Árnason
Ingvar Sverrir Einarsson

Nánari upplýsingar koma í náinni framtíð svo fylgist með!

12.03 2025 00:00 | Ragnheiður Brynjólfsdóttir