Hérna eru læti!

Námskeið í götukappakstur hjá Kvartmíluklúbbnum með Jeremy Hill frá BEMSEE klúbbnum

Námskeið í götukappakstur hjá Kvartmíluklúbbnum með Jeremy Hill frá BEMSEE klúbbnum

Mótorhjólakappaksturshluti KK stóð fyrir námskeiði í kappakstri annað árið í röð með Jeremy Hill frá BEMSEE klúbbnum í Englandi um helgina. Jeremy er yfirþjálfari klúbbsins, sem telur yfir 5.000 aðila og er elsti kappakstursklúbbur í heiminum. Mörg fræg nöfn hafa komið upp með BEMSEE, en þar má m.a. nefna Barry Sheen og Kyle Crutchlow, ásamt Casey Stoner sem dvaldi hjá klúbbnum á unglingsárum.
Námskeiðið gekk vonum framar, kennt var í félagsheimilinu og á kappakstursbrautinni sjálfri. Með námskeiðinu hafa orðið til tengsl við frábæran kappakstursklúbb og verður gaman að rækta vináttuna í framtíðinni. Þáttakendur þakka innilega fyrir frábæra helgi, bjartir tímar framundan.

28.05 2024 00:00 | Sveinn Logi Gudmannsson