Hérna eru læti!

Nýr og sanngjarn B-flokkur hja konum og körlum!

Nýr og sanngjarn B-flokkur hja konum og körlum!
Motcrossnefnd Msí hefur ekki setið aðgerðarlaus í vetur. Nefndin er búin að fara gegnum reglurnar í motocrossinu og gera nokkrar breytingar. Helst er að nefna nýjan B-flokk sem er "keyrður sér" þar sem þú mátt vera á hvaða hjóli sem er. Allir fara í tímatöku sem raðar svo fólki í réttan flokk. Það er þó ekki þannig að þú getir keyrt rólega í tímatöku þar sem tíminn í keppninni má ekki vera meira en 5% betri en í tímatöku, þá færistu upp. Verðlaunað verður fyrir besta 35ára+ karla og kvenna, Einnig verður keyrður 65cc flokkur sem er nýtt, 30+ kvenna og 40+ karla fellur út. Með þessu teljum við að við séum að velja saman fólk á sama getustigi og fá þannig skemmtilegri og meiri keppni fyrir keppendur og áhorfendur. Einnig náum við loksins saman ölllum bestu á Íslandi saman í moto óháð aldri hjóli eða öðru, svona sannkallaðan Meistaraflokk sem á eftir að verða mikið kappamál að reyna við með því að ná tíma í tímatöku sem dugar til. Þannig komast menn á meistaraflokkalistann og flokkast sem meistaraflokksökumenn [expert]

2.05 2024 00:00 | Einar Sverrir Sigurðarson*