Peysur og bolir til styrktar Landsliði Íslands í Motocross 2024
Peysurnar eru komnar og bolir koma í næstu viku. Hægt verður að kaupa peysur og boli á keppnum í sumar en salan hefst formlega á morgun í Bolaöldu og verður hægt að nálgast eintak á öllum áfangastöðum í hringferðinni meðan byrgðir endast.
Verð: Barnabolir: 5.000 kr
Barnapeysur m/hettu: 10.000 kr
Hettupeysur: 13.000 kr
Bolir: 5.000 kr
Við hvetjum alla til að næla sér í eintak og styrkja landsliðið í leiðinni. En einstaklingar og fyrirtæki geta líka styrkt liðið með frjálsum framlögum eða með kaupum á auglýsingum á fatnað og límmiðakit liðsmanna. Áhugasamir eru beðnir að hafa samband við Gunnlaug Karlsson, gk@ktm.is.
Styrktar og fjáröflunarreikningur landsliðsins: Rn. 0515-26-012283 Kt. 500100-3540
5.07 2024 00:00 | Landslið