Hérna eru læti!

Þriðja umferð Íslandsmótsins í Motocross - Höfn í Hornafirði

Þriðja umferð Íslandsmótsins í Motocross - Höfn í Hornafirði

Þriðja umferð Íslandsmótsins í motocross fer fram á Höfn í Hornafirði þann 19. júlí næstkomandi.  Er þetta í fyrsta skipti sem haldið er Íslandsmót á Höfn en þar hafa verið haldin nokkur unglinglandsmót.

Undirbúningur hefur staðið yfir af miklum krafti síðustu vikurnar, þar sem brautin og aðastaða fyrir keppendur og áhorfendur hefur verið mikið bætt.

Mikill áhugi á svæðinu og er vonast til að vel heppnuð keppni á Höfn muni leggja grunn að frekari mótahaldi þar í framtíðinni. Áhorfendur eru hvattir til að fjölmenna og upplifa spennandi keppni og kraftmikla stemningu í hjarta Hornafjarðar.

Að sögn skipuleggjenda eru vonir bundnar við að þessi viðburður marki upphaf reglulegs mótahalds í motocross á Höfn, enda sé áhuginn á íþróttinni á svæðinu mikill.

Keppt verður í öllum eftirfarandi flokkum;

Opin kvennaflokkur
65cc flokkur
85cc flokkur
Unglinga 125cc/250cc
MX1/MX2 ( A og B ef að næg skráning næst) 
(MX Reglur MSÍ fyrir A og B flokk)

Dagskráin hefst kl. 9:00 með tímatökum en fyrsta moto dagsins hefst hjá kvennaflokk kl. 10:40 og svo síðasta moto dagsins hjá MX1 og MX2 er kl 16:12. Gert er ráð fyrir að verðalaunaafhending hefjist á slaginu 16:40.

MX-dagurinn 2025

Smelltu á linkinn til að skrá þig -  Þriðja umferð Íslandsmótsins á Höfn

14.07 2025 11:14 | .